Garður Kríuland 6

Kríuland 6


Category: .
Description

Til sölu er búseturéttur að Kríulandi 6, 250 Garði. Húsið er rúmgott og bjart 120,3 fermetra parhús með bílskúr og tveimur veröndum, báðar með skjólveggjum. Í húsinu eru tvö rúmgóð svefnherbergi og aukaherbergi inn af bílskúr ásamt geymslulofti. Eldhús er opið inn í stofu, baðherbergi með sturtu og rúmgott þvottahús.

Ásett verð á búseturéttinum er 6.750.000 kr og mánaðarlegt búsetugjald er mjög hagstætt eða kr.121.797, (nóv 2020) sem er með því hagstæðasta sem gerist á Suðurnesjunum. Engar takmarkanir eru á hverjir geta keypt búseturéttinn en víða takmarkast það við 50 ára eða eldri. Kríuland 6 er því góður kostur fyrir fjölskyldur en gatan er róleg botngata og því lítil og hæg umferð. Kríuland 6 er áhugaverð eign sem vert er að skoða.

Innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi er afborgun skuldabréfa, fasteigna- og holræsagjöld, rekstur húsfélags, tryggingar, viðhaldssjóður og þjónustugjald.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða eignina og/eða gera tilboð í búseturéttinn, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Búmanna í síma 552-5644 eða í gegnum netfangið [email protected]

Verð: 6.750.000
Stærð: 120,3 fm
Tegund íbúðar: Parhús
Gata: Kríuland 6
Póstnúmer: 250 Garði
Fjöldi hæða: 1
Byggingarár: 2002
Bílskúr: