Send voru bréf til sex ráðherra og þingmanna

Send voru bréf til sex ráðherra og þingmanna undirrituð af stjórn Búmanna þar sem kallað var eftir fundum um aðgerðir til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána.

Á fundi stjórnar Búmanna undirritar stjórn Búmanna bréf til Sigmundar Davíðs forsæisráðherra, Bjarna Ben fjármálaráðherra og Eyglóar Húsnæðismálaráðherra. Einnig voru send bréf á Sigurð Inga Jóhannesson umhverfismálaráðherr sem er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og óskað eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins varðandi vanda Búmanna í því kjördæmi og tengist auðum íbúðum félagsins.

Frosta Sigurjónssyni formanni Efnahags- og viðskiptanefndar var sent bréf og farið fram á að fá að hitta hann til að fjalla um frumvarp til lækkunar á höfuðstólum húsnæðislána. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar fékk einnig bréf þar sem óskað var eftir fundi með henni til að ræða vanda Búmanna ef ekki kæmu til aðgerðir til lækkunar höfuðstóla lána félagsins.