Fundir stjórnamanna Búmanna með bæjarstjórum í Suðurkjördæmi.
Þórir og Daníel áttu fund með Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra í Hveragerði með svipuðum hætti og haldnir voru með bæjarstjórunum á Suðurnesjum. Aldís bauðst til að hafa samband við Sigurð Inga sem er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og kalla eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins um höfuðstólslækkun húsnæðislána og vanda Búmanna í kjördæminu. Einnig verði bæjarstjórum þeirra sveitarfélaga boðið á fundinn þar sem Búmenn ættu íbúðir.