Viðhaldsmálin

Það er fyrirséð að viðhaldsþörf í félaginu á eftir að aukast í framtíðinni. Við þessu þarf að bregðast og þess vegna verður fyrsta skrefið að hækka viðhaldsgreiðslur 1. október n.k.   Verið er að leiðrétta viðhaldsgjöldin til dagsins í dag enda hafa þau ekki hækkað síðan 1. mars 2014 hjá flestum og öðrum hafa þau ekki hækkað frá árinu 2009.

Með þessu er verið að koma á jafnræði og verða viðhaldsgjöldin frá og með 1. okt. n.k. 0,35% af brunabótamati hverrar eignar. Gjaldið tekur breytingum með vísitölu á mánaðarfresti frá og með næstu áramótum.

Hægt er að skoða brunabótamatið fyrir hverja eign á vefsíðunni;   www.skra.is og smella síðan á „skoða fasteign“.