Öll umferð utanaðkomandi fólks til Búmanna hefur minnkað talsvert og æskilegt er að takmarka hana eins og frekast er kostur. Að teknu tilliti aðstæðna og tilmæla frá Almannavörnum er talið rétt að fyrirkomulag í móttöku frá og með morgundeginum 25. mars og í næstu viku verði sem hér segir:
1. Móttaka.
Móttakan á fimmtu hæðinni verður lokuð.
2. Símsvörun.
Það verður símsvörun frá klukkan 9.00-16.00 með sama hætti og venjulega en þó þannig að henni er sinnt utanhúss. Það verða sendir tölvupóstar með skilaboðum frá þeim sem hringja eða eftir atvikum vísað á netfang þess sem verið er ná í.
Að öðru leyti er vísað á vef Búmanna; bumenn.is undir tengingunni starfsmenn, varðandi upplýsingar um símanúmer og netföng þeirra starfsmanna sem óskað er eftir að ná í.