Vetraraðstæður og rakamyndun
Frostið og rakinn
Það hefur borið við að raki myndast í gluggum þegar mikið frost er úti
Hér að neðan eru nokkur ráð til að minnka rakann:
· Lofta vel út daglega, stuttan tíma í senn
· Passa að hiti sé á öllum ofnum- þeir eiga að vera heitir efst en kaldir neðst
· Á mjög köldum dögum getur þurft að hækka á ofnum þannig að þeir séu ekki alveg kaldir á neðan en muna að lækka aftur, annars fáum við háan reikning frá hitaveitunni.
· Huga að húsgögnum og gardínum, ekki hylja ofna með gardínum og húsgögnum draga gardínur frá gluggum á morgnanna til að auka loftflæði um gluggana
· Hafa innihurðir opnar til að auka loftflæði um íbúðina
· Lofta vel um þvottahús þegar verið er að þurrka þvott, koma rakanum út
· Stærri fjölskyldur þ.e. þar sem margir eru í heimili gefa frá sér aukinn raka, þar þarf að huga vel að loftræstingu
· Lofta vel eftir sturtu og böð
· Þvottur sem þurrkaður er á ofnum eykur mjög á rakstigið í íbúðinni
· Eingöngu nota þurrkara með rakþétti eða sem blæs rakanum út úr íbúðinni