14. Aðalfundur Búmanna
Fundargerð.
Aðalfundur Búmanna haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 17.00.
Fundarsetning:
Góðir félagar. Ég býð ykkur öll velkomin á þennan aðalfund félagsins okkar.
Áður en við göngum til hefðbundinna aðalfundarstarfa viljum við fá að bjóða gest fundarins velkominn, sem að þessu sinni er Ásmundur Friðriksson fyrrverandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði. Ásmundur er nýr þingmaður fyrir Suðurkjördæmi fyrir sjálstæðisflokkinn. Búmenn hafa átt gott samstarf við Ásmund þegar hann var bæjarstjóri í Garðinum og vonumst við til þess að eiga áfram gott samstarf við hann á þessum nýja vettvangi. Í kjördæmi Ásmundar eru 37,6% íbúða Búmanna, þ.e. á Suðurnesjum og í Hveragerði og þetta er einmitt svæðið sem hefur orðið hvað verst úti eftir hrun. Þess má geta að við leituðum til Ásmundar vegna góðra kynna af honum og brást hann starx vel við málaleitan okkar.
Gjörðu svo vel Ásmundur og vertu velkominn.
Guðrún þakkaði Ásmundi kærlega fyrir ræðu hans og mikilvægar upplýsingar og þótti henni vænt um að heyra að hann telur að samfélagið eigi að standa með slíkum félagsskap.
En nú hefjum við störf fundarins.
Kosningu fundarstjóra.
Sting ég upp á Kristni Bjarnasyni lögfræðingi félagsins sem fundarstjóra. Samþykkt.
Kosning fundarritara.
Guðrún stakk upp á Láru Guðmundsdóttur, sem fundarritara.
Samþykkt.
Fundarstjóri þakkaði fyrir sig og tók við fundarstjórn.
Fund skal boða með tveggja vikna fyrirvara. Fundur var auglýstur í helgarblöðum Fréttablaðsins og Morgunblaðsins 25. og 26 maí og er þar með löglega til hans boðað.
Fundur er lögmætur ef kjörnir fulltrúar sem fara með a.m.k. þriðjung atkvæða í félaginu sækja fund og hefur það verið kannað.
Fundarstjóri lýsir því þar með yfir að fundurinn sé lögmætur.
Því næst bauð hann formanni að flytja skýrslu stjórnar félagsins.
Á starfsárinu júní 2012- júní 2013 var stjórn félagsins þannig skipuð:
formaður: Guðrún Jónsdóttir
varaformaður: Úlfur Sigurmundsson
aðrir stjórnarmenn Ásgeir Hjálmarsson
Sigurveig Sigurðardóttir
Þorsteinn Ragnarsson
varamenn: Eyrún Eiríksdóttir
Helgi Baldursson
Ingibjörg Bernhöft
Skoðunarmenn félagsins voru: Ármann Pétursson og Sigurður Þórhallsson og skoðunarmenn til vara voru Sigurður Walters og Emil Gunnar Guðmundsson.
Stjórnin hélt 14 bókaðan fund á starfsárinu auk óformlegra smærri funda.
Starfsmannamál.
Það var engin breyting á starfsfólki félagsins á árinu sem var að líða en Þorgrímur Stefánsson sem starfað hefur hjá félagi nánast frá upphafi hefur nú ákveðið að hætta. Þorgrímur mun þó áfram gefa kost á því að vera félaginu innanhandar ef á þarf að halda og verkefnin gefa tilefni til. Hjá félaginu starfa nú þau Daníel Hafsteinsson, Guðmundur Guðbjartsson og Lára Guðmundsdóttir.
Félagsdeildir Búmanna.
Um síðustu áramót voru 2.067 félagsmenn í Búmönnum en þá voru félagsnúmer komin í 5051. En eins og kunnugt er þá falla þau númer dauð niður þegar félagsmenn hætta í félaginu. Búmenn eru deildaskipt félag og hafa verið stofnaðar 12 félagsdeildir og tilheyra í dag rúmlega 92% félagsmanna einhverri af þessum deildum. Reykjavíkurdeildin er stærsta deildin með 710 félaga. Næst kemur Suðurnesjadeild með 312 félagsmenn, Eyjafjarðardeild með 201 félagsmenn og Kópavogsdeild með 194 félagsmenn.
Byggingaáætlun.
Félagið hefur frá upphafi lagt fram byggingaráætlun, sem hefur verið grunnur að lánsumsókn til Íbúðarlánasjóðs. Bygingaráætlunin hefur var endurskoðuð á hverju ári á meðan félagið stóð að uppbyggingu. Þetta mun vera annað árið í röð þar sem íbúðum félagsins hefur ekkert fjölgað.
Búmenn áttu í viðræðum við Þ.G. verk um samstarf og uppbyggingu íbúða á svokölluðum Hampiðjureit. Aðilar undirrituðu viljayfirlýsingu í október á síðasta ári um verkefnið þar sem gert var ráð fyrir að stefna að því að ljúka samningum um verkið á árinu 2012. Á undanförnum árum hafa Búmenn fundið fyrir miklum áhuga félagsmanna á að komast í íbúðir nær miðju borgarinnar og var því mikill áhugi meðal stjórnar Búmanna að láta á það reyna hvort samningar næðust um verkefnið.
Á Hampiðjureitnum er fyrirhugað að byggja 139 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum í 5 stigagöngum við Stakkholt 2 og 4 ásamt stæðum í bílakjallara á lóðinni. Íbúðirnar hentuðu Búmönnum mjög vel þar sem þær verða af heppilegum stærðum. Áætlanir gerðu ráð fyrir því að fyrstu íbúðirnar kæmu til afhendingar um mitt ár 2014 og síðasta afhending væri í lok árs 2015. Málið var unnið í samstarfi við Landsbankann og var fyrirhugað að nálgast lífeyrissjóði varðandi langtímafjármögnun lána á íbúðirnar í samstarfi við Landsbréf sem er í eigu Landsbankans. Þegar samningar voru langt komnir og viðræður voru að hefjast við fjármögnunaraðila kom Eir-málið upp. Eir-málið hafði þau áhrif að allir sem lána fé til uppbyggingar íbúða kipptu að sér höndum og Búmenn voru tilneyddir til að setja málið á bið. Tekið skal fram að ekki eru skudbindandi samningar á milli Búmanna og verktakans í dag.
Erfiðleikar á íbúðamarkaði.
Það hefur ekki verið neitt launungarmál að allt frá hruni hefur verið á brattan að sækja hjá Búmönnum. Það hefur komið félaginu í koll að vera landsfélag. Við höfum að jafnaði verið með um 30 auðar íbúðir síðustu misseri sem af ýmsum ástæðum hefur verið erfitt að koma í notkun. Á sama hátt hefur það verið mjög íþyngjandi fyrir félagið að búa við kaupskyldu á íbúðum félagsins. Um 65% íbúða félagsins er í þessu kerfi. Félagið var með stórt verkefni í Hveragerði sem var á vinnslustigi þegar hrunið reið yfir og fór mikill tími í að semja við þá aðila sem komu að því verki í kjölfarið. Við hrunið fjaraði mjög undan byggðunum á Suðurnesjum þar sem félagið hafði byggt upp 161 íbúð í 5 sveitarfélögum. Í tvö og hálft ár greiddi félagið af öllum auðum íbúðum úr eigin varasjóðum. Þetta var hægt vegna þess að okkur hafði tekist að mynda varasjóð áður en niðursveiflan hófst. Það var síðan um mitt ár 2011 að félagið fékk heimild hjá Íbúðalánasjóði til að frysta lán á auðum íbúðum en þeim sem búa í eigin íbúðum hefur boðist að frysta lán í allt að 3 ár. Búmenn hafa fengið að frysta lán á auðum íbúðum í hálft ár í senn að undangenginni sérstakri umsókn til Íbúðalánasjóðs. Eftir að haf notið þess að fá frystingu á auðum íbúðum í eitt og hálft ár var umsókn um áframhaldandi frystingu sett á bið og hefur ekki enn hlotið afgreiðslu.
Um langt skeið hafa Búmenn átt í viðræðum við forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs um hina svokölluðu 110% leið sem aðilar í eigin íbúðum hefur boðist. Reglur um svipaða leið fyrir félög og fyrirtæki, þar sem m.a. er skoðuð afskrift af yfirveðsettum eignum, hafa lengi verið í mótun hjá sjóðnum og hafa nýlega verið samþykktar. Þessi leið hefur verið köllum “beina brautin”. Til þess að félög geti átt þess kost á að fara þessa leið þarf viðkomandi félag að fara í fjárhagslega endurskipulagningu í samstarfi við Íbúðalánasjóð. Unnið hefur verið hörðum höndum að þessu máli undanfarna mánuði. Stærstu kostnaðarliðir félagsins eru starfsmannahald og húsnæðismálin. Eins og fram hefur komið hefur fækkað um enn einn starfsmann og einnig er unnið að því að skoða sölu á núverandi skrifstofuhúsnæði félagsins. Einnig hefur komið fram í viðræðum við Íbúðalánasjóð um fjárhagslega endurskipulagningu Búmanna að mikilvægt sé að félagið auki tekjur sínar s.s. þjónustugjöld og aðrar leiðir til þess að auka tekjur. Við vonumst til þess að þessi mál fari að skýrast svo að við vitum hvar við stöndum í þessum málum. Nú hafa Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur myndað ríkisstjórn og standa því miklar væntingar til þess að efnd verði loforð um niðurfærslu íbúðalána eins og ráðherrarnir hafa lýst að væru í farvatninu en ætti eftir að útfæra nánar. Rætt hefur verið um að færa höfuðstóla húsnæðislána niður um verðbólguskot áranna 2007-2010 með beinni niðurfærslu höfðuðsstóls og skattalegra aðgerða. Það er ljóst að slík ráðstöfun mundi hafa mikil áhrif á stöðu mála hjá Búmönnum þar sem slík niðurfærsla hefði áhrif á mánaðargjöldin sem síðan leiddi væntalega til þess að áhugi á íbúðunum félagsins mundi glæðast verulega á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Búmenn eru með 541 lán hjá Íbúðalánasjóði, eða eitt lán á hverja eign. Þegar tekin verður ákvörðun um að færa niður höfuðstóla lána þá verða Búmenn að sitja við sama borð og þeir sem skráðir eru eigendur sinna íbúða. Niðurfærsla höfuðstóla lána skilar sér beint með sama hætti til þeirra sem eiga íbúð hjá Búmönnum og þeirra sem eru í eignaríbúðum vegna þess að lánin eru sérgreind á íbúðirnar og fólkið sem í þeim býr greiðir allan kostnað af þeim.
Rökin fyrir því að búseturétthafar Búmanna og annarra húsnæðissamvinnufélaga sitji við sama borð og þeir sem skráðir eru eigendur sinna íbúða eru m.a. eftirfarandi:
· Búseturétthafar Búmanna tilheyra vaxtabótakerfinu og eru þar með taldir nær því að vera eigendur en leigendur af ríkisvaldinu.
· Sveitarfélög hafa tekið á búseturétthöfum með sama hætti og skráðum eigendum íbúða og veitt þeim afslætti á fasteignagjöldum sem náð hafa aldri til þess.
· Lánin eru sérgreind og þinglýst á hverja íbúð fyrir sig og greiða íbúarnir af þeim. Lækkun höfuðstóls lánanna skilar sér því beint til þeirra sem búa í þessum íbúðum.
· Ef húsnæðissamvinnufélögin fá ekki sömu meðferð og þeir sem sitja í sínum íbúðum þá mun það grafa undan slíkum félögum og þau munu lenda í ógöngum.
· Húsnæðissamvinnufélögin búa við þá kvöð að það er kaupskylda á búseturéttinum.
· Búmenn hafa verið með nokkuð margar íbúðir auðar frá hruni vegna þess að ekki hefur tekist að koma þeim í notkun. Um helmingur eignanna er á Suðurnesjum og helmingur í Hveragerði.
Kallað eftir velvilja félagsmanna.
Í húsnæðissamvinnufélagi eins og okkar ber nokkuð á því að þeir sem búa í íbúðum félagsins átti sig ekki á því hvernig hlutirnir hanga saman.
Því viljum við nota tækifærið til að hvetja fólkið okkar til að sýna skilning þegar við erum að reyna að halda félaginu okkar á floti. Það kostar félagið okkar að jafnaði 120.000 á mánuði að vera með auða íbúð. Þannig að það segir sig sjálft að fyrir félag með margar slíkar íbúðir þá er kostnaðurinn hár. Félagið stendur sem eigandi íbúðanna og skuldari lána félagsins.
Það er neyðarbrauð að þurfa tímabundið að leigja út auðar íbúðir. En það getur reynst nauðsynlegt til að halda sjó á meðan ekki eru til kaupendur að búseturétti hjá félaginu á þeim svæðum sem eru hvað þyngst fyrir félagið.
Það verður því miður að segjast að það er frekar undantekning en regla að við njótum skilnings varðandi þessi mál.
Viðkvæðið er oft eitthvað í þessa veru: Við teljum að það sé orðin forsendubrestur þar sem þið eruð að hleypa hingað inn fólki sem er ekki að kaupa búseturétt, eða er ekki orðið 50 ára.
Við viljum því nota tækifærið til að hvetja fók til að sýna skilning og umburðarlindi þar sem hagur félagsins og félagsmanna hlýtur alltaf að fara saman.
En við sjáum líka jákvæðar breytingar að undanförnu.
Við höfum séð að undanförnu mjög jákvæðar breytingar þar sem einir fjórir aðilar sem sagt höfðu upp, hafa dregið uppsagnirnar til baka. Komið hefur fram hjá nokkrum þeirra að þegar farið var að leita að ódýrara húsnæði þá hafi komið í ljós að sambærilegt húsnæði var ekki til á sambærilegu verði enda hefur leiguverð víða rokið upp að undanförnu.
Einnig hefur gengið vel að selja búseturétti hjá félaginu og má nefna að fyrstu 5 mánuði ársins hafa selst 25 búseturéttir en á síðasta ári höfðu selst 14.
Nefnd um gæludýrahald Búmanna
Á síðasta aðalfundi Búmanna voru þrír fulltrúar kosnir til setu í sérstakri nefnd sem fékk það hlutverk að vinna tillögur að reglum um gæludýrahald hjá Búmönnum. Kosin voru þau Gunnar Kristinsson úr Grænlandsleið í Reykjavík, Sigríður Kristjánsdóttir úr Blásölum í Kópavogi og Þórir Sigurbjörnsson úr Ferjuvaði í Reykjavík og var hann jafnframt kosinn formaður. Nefndin skilaði af sér í september á síðasta ári. Stjórn Búmanna samþykkti fyrir sitt leiti að tillögurnar væru kynntar á fundum búsetufélaga og aðalfundum deilda félagsins og lagðar fram hér á aðalfundi.
Ég legg til að við fáum Þóri til að fara yfir tillögurnar hér á eftir undir liðnum tillögur að breyttum samþykktum félagsins og að síðan verði opnað fyrir umræður um þær. Allir eiga að hafa tillögurnar hjá sér þar sem þær liggja hér frammi með dagskrá fundarins.
Á föstudaginn 7. júní opnuðust möguleikar fyrir stjórn félagsins til að fá fund með forstöðumönnum Íbúðalánasjóðs. Þessi fundur var orðin aðkallandi til að fá vitneskju um okkar mál hjá sjóðnum. Sá fundur var haldinn sl. mánudag 10. júní og boðaður af Íbúðalánasjóði. Öll stjórn Búmanna mætti á fundinn ásamt lögmanni félagsins. Fram fóru gagnlegar og hreinskiptar umræður og var niðurstaða fundarins sú við mundum hittast fljótt aftur. Þá gengu framkvæmdastjóri og formaður á fund Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra og settu hann inn í málefni Búmanna. Við álítum að báðum stöðum sé ríkjandi velvilji í okkar garð og áhugi á að vinna að okkar málum. Ef mál þróast á þann hátt að þörf sé að upplýsa félagsmenn sérstaklega um niðurstöður viðræna þá verðu boðað til fundar þar sem farið verður yfir þau mál.
Kæru félagar ég hef alltaf litið svo á að styrkur Búmanna sé sá að við erum að móta og þróa sem bestar lausnir á sviði húsnæðismála fyrir okkar fólk innan þeirra marka sem fjárhagur leifir. Við erum húsnæðissamvinnfélg og þurfum ávallt að styrkja þann þátt í okkar starfsemi okkar. Þessu verðum við að halda til haga og biðja okkar félaga um að skilja. Að síðustu vil ég þakka stjórn félagsins fyrir samstarfið á liðnu starfsári sem eins og endra nær hefur verið mjög gott. Sigurveigu sem nú hverfur úr stjórn vil ég þakka ákaflega góð kynni á mörgum liðnum árum og legg til að fundarmenn rísi úr sætum og gefi Sigurveigu gott klapp. Þökk til ykkar allra félagar fyrir samstarfið og þökk til fastra starsmanna okkar og Þogríms fyrir framúrskarandi óeigingjörn störf í þágu félagsins.
Takk fyrir.
Fundarstjóri leggur til að skýrsla stjórnar og reikningarnir verði borin upp til samþykktar sameiginlega þegar reikningar félagsins hafa verið lesnir upp en bauð upp á umræðu um skýrslu stjórnar.
Fram kom athugasemd um að í ræðu formanns hefði eingöngu verið minnst á 4 félagsdeildir og ekkert minnst á Akransdeild.
Skýringin er sú að hefð hefur skapast að nefna félagsmannafjölda í 4 stærstu deildum félagsins.
Að loknum umræðum um skýrslu stjórnar lagði fundarstjóri til að tekið væri stutt kaffihlé.
Eftir kaffihlé var farið yfir endurskoðaða reikningar félagsins en reikningum félagsins var dreift til fundarmanna.
Björn Bragason viskiptafræðingu, les upp reikninga félagsins á skjávarpa.
Í umræðum um reikninga félagsins kom fram sú ábending að þeim væri dreift til félagsmanna fyrir aðalfund. Rætt var um stöðu viðhaldssjóðs Búmanna og bent á að umræða um viðhaldssjóði kæmi fram seinna í dagskrá fundarins undir liðnum skýrsla viðahaldsráðs Búmanna. Fram kom ábending um að ársreiknig fyrir Búskála ehf. vantaði. Búskálar eru sérstakt félag í 100% eigu Búmanna sem á og rekur skrifstofuhúsnæði félagsins. Samþykkt var að skoða hvort mögulegt væri að stilla upp samstæðureikningi á næsta aðalfundi félagsins. Nokkur umræða varð um minnkandi sjóðsstreymi og erfiða stöðu félagsins í ljósi þess að margar íbúðir væru auðar á Suðurnesjum og í Hveragerði en félagið hefur orðið að leysa til sín margar íbúðir vegna kaupskyldu.
Ráðstöfun jákvæðs eða neikvæðs mismunar félagsins (stundum kallað hagnaður eða tap) á reikningsárinu
Eins og áður er rétt að geta þess að þó að fram komi jákvæður mismunur í rekstarreikningi félagsins þá eru þetta ekki peningar í hendi. Hér er fyrst og fremst um að ræða reiknaðan mismun sem tengist hækkun á matsverið eigna félagsins. Lagt er til að jákvæður mismunur félagsins verði færður inn á óráðstafa eigið fé.
Fundarstjóri ber upp skýrslu stjórnar og reikninga félagsins til samþykktar og var það samþykkt samhjóða.
Ákvörðun um inntökugjald, árgjöld og staðfestingagjald.
Lagt er til að inntökugjöld/árgjöld sem verið hefur óbreytt frá upphafi félagsins kr. 2.000.- á mánuði fyrir einstaklinga og 3.000 fyrir hjón verði óbreytt.
Staðfestingagjald sem nú er kr. 60.000 og greiðist við kaup og sölu búseturéttar verði óbreytt. Þetta gjald á að standa undir kostnaði félagsins við sölu á íbúðum félagsinsin þar með talið auglýsingakostnaði. Samþykkt.
Tillögur að breyttum samþykktum félagsins.
Á síðasta aðalfundi Búmanna voru þrír fulltrúar kosnir til setu í sérstakri nefnd sem fékk það hlutverk að vinna tillögur að reglum um gæludýrahald hjá Búmönnum. Kosin voru þau Gunnar Kristinsson úr Grænlandsleið í Reykjavík, Sigríður Kristjánsdóttir úr Blásölum í Kópavogi og Þórir Sigurbjörnsson úr Ferjuvaði í Reykjavík og var hann jafnframt kosinn formaður. Nefndin skilaði af sér í september á síðasta ári. Stjórn Búmanna samþykkti fyrir sitt leiti að tillögurnar væru kynntar á fundum búsetufélaga og aðalfundum deilda félagsins.
Á árlegum fundi með formönnum- og viðhaldsfulltrúum Búmanna sem haldinn var 18. apríl s.l. þar sem farið var yfir reikninga búsetufélaganna. Fór formaður nefndarinnar Þórir Sigurbjörnsson yfir tillögurnar. Fundarstjóri lagði til að Þóri Sigurbjörnsson færi yfir tillögurnar og að síðan verði opnað fyrir umræður um þær. Allir ættu að hafa tillögurnar hjá sér þar sem þær liggja frammi með dagskrá fundarins.
Þórir fór yfir tillögurnar og hófust umræður um þær í kjölfarið.
Almennt voru fundarmenn mjög hlinntir tillögunum og gæfu stjórnum búsetufélaga þar sem eru sérbýli vald til að móta sitt umhverfi en í fjölbýli væri gæludýrahald ekki heimilt. Nokkur umræða var m.a. um ofnæmi sem margir hafa að hundum og köttum. Tillagan var borin upp og samþykkt en einn fundarmaður var á móti.
Fram kom tillaga að breyttum samþykktum sem fólst í því að stjórnarmenn í stjórn Búmanna sætu aldrei lengur en 4 ár samfellt í stjórn félagsins. Fundarstjóri vísaði tillögunni frá þar sem í samþykktum félagsins 36. gr. kemur fram að tillögur að breyttum samþykktum félagsins þurfa að berast stjórn félagsins skriflega eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund.
Næst var komið að liðnum stjórnarkjör.
Allir félagsmenn skulu vera kjörgengir í stjórn félagsins en aðrir ekki. Þeir félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu skulu tilkynna formanni félagsstjórnar um framboð sitt minnst sjö dögum fyrir aðalfund. Komi framboð ekki fram gerir sitjandi stjórn félagsins tillögu um stjórnarmenn á aðalfundi.
Guðrún Jónsdóttir gefur kost á sér áfram. Ekki hefur borist mótframboð og er Guðrún því sjálfkjörin.
Úlfur Sigurmundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Sigurveig Sigurðardóttirhefur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram.
Þórir Sigurbjörnsson, formaður Reykjavíkurdeildar Búmanna og formaður búsetufélagsins við Ferjuvað hefur ákveðið að gefa kost á sér í aðalstjórn, ekki hafa borist önnur framboð og eru þeir Úlfur og Þórir því sjálfkjörnir.
Ingibjörg Bernhöft fyrrverandi forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugastaða hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram.
Eyrún Eiríksdóttir, í stjórn Reykjavíkurdeildar Búmanna hefur hins vegar ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram.
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í varastjórn ásamt Birni Bragsyni viðskiptafræðingi. Varamenn eru því sjálfkjörnir.
Kosning eins skoðunarmanns og eins vara skoðunarmanns til tveggja ára.
Stjórn leggur til að Skoðunarmaður til tveggja ára verði áfram Ármanna Pétursson og Sigurður Þórhallsson sem var kjörinn í fyrra til tveggja ára. Varaskoðunarmaður til tveggja ára verði áfram Sigurður Walters.
Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
Lagt er til að stjórnarlaun verði óbreytt áfram.
Stjórnarmenn fái kr. 50.000 á mánuði og formaður fái tvöfalda þá fjárhæð. Varamenn í stjórn fái kr. 12.000 á fund en aldrei meira en aðalmenn. Varamenn fái aldrei minna en 35.000 á ári. Lagt er til að skoðunarmenn fái áfram kr. 35.000 fyrir árið.
Ákvörðun um gjald í viðhaldssjóð.
Lagt er til að næstu tveir liðir séu teknair samana þ.e. ákvörðun gjalds í viðhaldssjóð félagsins og skýrsla Viðhaldsráðs Búmanna.
Viðhaldsráðið hefur beðið Guðmund Guðbjartsson starfsmann Búmanna sem hefur þessi mál á sinni könnu að fara yfir þessi mál. Gjörðu svo vel Guðmundur. Um síðustu áramót var bókfærðarð staða viðhaldssjóðs Búmanna kr. 161,3 millj. Á árinu 2012 voru greiddar kr. 34.2 millj. úr viðhaldssjóðum félagsins en 32.1 millj. inn í sjóðina. Við eyddum meira í fyrra en við öfluðum og kemur það til vegan þess að klára þurfti ýmsar framkvæmdir og viðhaldsmál. Samkvæmt áætlun þessa árs þá reiknum við með að viðhald verði um 25 milljónir, 2014 verði svipað og næstu ár og við sjáum ekki fram á stórar framkvæmdir.
Viðhaldssjóðir Búmanna er aðallega vistaðir í sjóði sem fjárfestir í verðtryggðum ríkisskuldabréfum og vistaður er hjá Stefnir sem er dótturfélag Arion banka. Samtals fengust greiddar um 4.4 millj. í vexti sem er tæp 3% ávöxtun en árið áður þegar hún var tæp 2 %. Ennþá er hægt að fá endurgreiddan allan virðisauka af vinnu manna á verkstað. Við viljum vekja athygli á því að Búmenn greiða ekki reikninga vegna viðhalds á íbúðum félagsins nema framkvæmdir hafi fyrirfram verið samþykktir af starfsmönnum félagsins. Einnig er ástæða til að benda á að við stærri framkvæmdir og þá hefur stundum verið miðað við framkvæmdir sem áætlað er að muni kosta yfir eina milljón þurfi að sækja um hjá viðhaldsráði félagsins. Þegar gerð var breyting á framlagi í viðhaldssjóði Búmanna fyrir mörgum árum siðan þá var það gert með þeim formerkjum að við værum að draga úr því hvað viðhaldssjóði bæri að greiða. Það var ákveðið að viðhaldssjóður tæki aðeins á viðhaldi utanhúss og íbúarnir sæju um innahússviðhald.
Þannig var réttlætt að fara með viðhaldsprósentuna úr 0,75% af brunabótamti íbúaðar niður í hámark 0,5%. Siðan var ákveðið að þegar viðhaldssjóður væri komin í sem næmi 150.000 á íbúð þá mætti lækka niður í 0,35% Talið er af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins að viðhaldsprósenta þurfi að lágmarki að vera 1,2%
Ef við skoðuðum hvernig þetta lítur út miðað við íbúð við Grænalndsleið sem hefur brunabótamat á kr. 25 millj.
Miðað við 0.35% þá er gjaldið kr. 7.300 á mánuði
Miðað við 0.5% þá er gjaldið kr. 10.400 á mánuði
Miðað við 0.75% þá er gjaldið kr. 15.600 á mánuði
Miðað við 1 % þá er gjaldið kr. 20.800 á mánuði (Félagsbústaðir eru með 2%)
Þegar litið er á þessar tölur, þá sést að félagið er að verðleggja eignir sínar mjög varlega til félagsmanna ofan á þetta er ekki skylt að láta mála íbúðina við flutning eins og er í flestum sambærilegum félögum í ljósi þessa er rétt að benda á að margir íbúar mála ekki og sjá ekki um neitt viðhald og má því segja að verið sé að ganga á eignir félagsins og því að orðið tímabært að endurskoða reglur um skil á íbúðum félagsins. Á síðasta aðalfundi félagsins kom fram að framlag í viðhaldssjóði félagsins hafði verið óbreytt í fimm ár í röð þar sem framlagið í viðhaldssjóð hafði ekki verið hækkað. Á síðast aðalfundi var hins vegar lagt til að félagið gæfi sér 3 ár til að koma framlaginu aftur í lágmarksprósentu sem er 0,35% af brunabótamati. Stefnt skildi að því að koma framlaginu árinu 2013 í 0,25% og árið 2014 í 0,3% og að lokum árið 2015 í 0,35% og var þetta samþykkt á fundinum. Þar sem þetta var ákveðið á síðast fundi þarf ekki að taka þessa umræðu upp hér aftur.
Ráðið leggur áfram til að miðað verði við þær forsendur og áður eða að :
Lágmarksgjald í viðhaldssjóð verði 0,5% af brúnabótamati íbúðar þar til lágmarksfjárhæð á hverja íbúð í viðkomandi búsetufélagi nær kr. 150.000.- Eftir að þessari fjárhæð er náð þ.e. 150.000.- getur greiðsla í viðhaldssjóð lækkað niður í 0,35% af brunabótamati íbúðar.
Í dag eru öll búsetufélög komin í lægra þrepið.
Tillagn var borin upp og samþykkt.
Kosning tveggja fulltrúa í Viðhaldsráð Búmanna
Í viðhaldsráði sitja þrír fulltrúar, þeir Garðar Einarsson formaður, Stefán Jónasson og Gunnar Steinþórsson. Þar sem fulltrúar eru kjörnir til þriggja ára í senn þarf að kjósa tvo fulltrúa í dag.
Garðar og Stefán voru báðir kosnir 2010 og hafa ákveðið að gefa kost á sér áfram. Garðar sér um viðhald íbúða hjá Byggingafélagi námsmann og Stefán er nýlega komin á eftirlaun en starfaði að viðhaldsmálum fyrir Félagsíbúðir í Reykjavík.
Tillagn var borin upp og samþykkt.
Aðrar ákvarðanir eftir því sem segir í samþykktum félagsins
Það hefur komið til umræðu að undanförnu hvort ekki sé orðið tímabært að fara að huga að endurskoðun samþykkta Búmanna. Samþykktirnar eru frá árinu 2008 og eiga í sjálfu sér að vera í stöðugri endurskoðun.
Á sínum tíma starfaði nefnd þriggja manna sem kölluð var laganefnd Búmanna sem átti stóran þátt í mótun núverandi samþykkta félagsins í kjölfar breytinga á lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003.
Þess ber að geta að nefndin starfaði í nokkur ár enda var um viðamikla breytingu á öllu umhverfi félagsins að ræða og var það meðvitað að flana ekki að neinu í því efni.
Haldnir voru fjöldi funda með fulltrúum allra búsetufélaga Búmanna og breytingarnar kynntar í fréttabréfi félagsins í aðdraganda þess að samþykktirnar voru endanlega lagðar fram til samþykktar á aðalfundi félagsins í júní 2006.
Komið hefur fram tillaga um að endurvekja laganefnd Búmanna. Stjórn félagsins hefur ákveðið að tilnefna eftirfarandi aðila, en auðvitað geta aðrið fulltrúar hér á aðalfundinum gefið kost á sér:
Sigurður Jónsson, Kríulandi úr Sveitarfélaginu Garði
Haraldur Finnsson, Grænlandsleið í Reykjavík
Þórir Sigurbjörnsson, Ferjuvaði í Reykjavík
Tillagn var borin upp og samþykkt.
Starfsemi félagsdeilda.
Sú hefð hefur skapast á undanförnum árum að formenn deilda félagsins hefur gefist kostur á að koma hér og láta í ljós sitt skína. Undir þessum lið kom stutt yfirlit frá fulltrúa við Prestastíg sem greindi frá því hvernig gengi að halda uppi starfsemi í sameiginlegu húsi sem íbúar við Prestastíg hafa til sameiginlegra nota.
Önnur mál
Nokkur umræða varð einnig um viðhaldssjóði og komu fram vangaveltur um hvernig það væri brugðist við ef viðhaldssjóður kláraðist úr einu búsetufélagi. Reglur félagsins eru þannig að haldið er bókhaldslega utan um inneign hvers og eins búsetufélags og því ekki gert ráð fyrir því að eitt búsetufélag greiði fyrir viðhald hjá öðru búsetufélagi. Það væri því lítið annað að gera ef fyrirséð er að viðhaldssjóður eins búsetufélags er á leiðinni að klárast en að hækka framlag þeirra sem eru í því búsetufélagi. Sama má segja varðandi nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir á húsum Búmanna að ef ekki er hægt að fá byggingaraðila til að annast um viðgerðir nýlegra húsa þá hafa Búmenn engin önnur ráð en að greiða fyrir slíkar viðgerðir úr viðhaldssjóði.
Fram kom fyrirspurn um það hvort Búmenn hefðu fest kaup á lóðum í miðborg Reykjavíkur til uppbyggingar íbúða. Búmenn hafa ekki fest kaup á lóðum og er væntanlega verið að blanda Búmönnum við annað sambærilegt félag sem hefur valið að kaupa lóð til uppbyggingar í miðborg Reykjavíkur.
Fram kom fyrirspurn um hvort ekki væri mögulegt fyrir félagið að upplýsa búseturétthafa um það af hverju hækkanir á mánaðagjöldu stafa þegar breytingar verða. Fram kom að í stórum dráttum stöfuðu hækkanir á milli mánaða frá því að sá liður sem kallast afborganir skuldabréfa á greiðsuseðlinum hækki eða lækki vegna breytinga á greiðslujöfnunarvísitölu sem tengd er lánunum. Yfirleitt sé ekki verið að breyta mánaðagjaldaseðlum nema í upphafi árs þegar mánaðargjöldin eru endurreiknuð vegna breytinga á fasteignagjöldum, tryggingum o.s.frv. sem breytast í upphafi hvers árs og jafnað er niður á árið. Stundum þarf að gera breytingar á öðrum tímum vegna þess að stjórnir búsetufélaga eru að kaupa meiri þjónustu en gert hefur verið ráð fyrir í mánaðargjöldunum og hækkar þá sá liður sem kallast rekstur húsfélags. Vegna fámennis á skrifstofu félagsins hefur ekki verið hægt að senda íbúum skýringar þegar breytingar verða á einstökum liðum mánaðargjaldaseðilsins. Stundum hefur verið brugið á það ráð að setja inn línu á mánaðargjaldaseðilinn og eða setja upplýsingar inn á heimasíðu félagsins ef breytingar verða.
Borin var upp tillaga f.h. stjórnar búsetufélagsins Grænlandsleið 22-35. Lagt var til að í söluferli búseturéttar í hinu frjálsa kerfi væri þeim sem taka þátt í að skoða íbúðir og gefa tilboð, gefinn kostur á að vera viðstadda opnun tilboða.
Fram kom hjá framkvæmdastjóra að búið væri að mæta þessari tillögu fyrir nokkru þar sem á þeim eyðublöðum sem tilboðgjafar skila inn kemur fram að þeim sé boðið að vera viðstaddir opnun tilboða. Þeir sem gefa tilboð er boðið að vera viðstaddir opnun sem fer fram kl. 14.30 þess dags sem getið er sem lokadagur tilboðsfersts.
Einnig var lagt til að við ástandsskoðun sem tengist sölu búseturéttar eftir að íbúð hefur verið tæmd fari fram þannig að til staðar verði kaupandi, seljandi og fulltrúar Búmanna. Einnig var lagt til að útbúin verði ítarlegur gátlisti yfir m.a. þrif og ástand íbúðar til notkunar og sem allir aðilar undirriti.
Í umræðum um þessa tillögu kom m.a. fram að nú þegar til standi að endurskoða samþykktir félagsins og taka mið af þeirri þróun sem er að verða á öllu umhverfi félagsins þá sé tilvalið að skoða þessi mál í þeirri endurskoðun.
Í þessu samhengi sé einnig tilvalið að endurskoða skil á íbúðum félagsins við endursölu. Það er vaxandi vandamál eins og fram kom í skýrslu viðhaldsráðs að þrátt fyrir að búseturétthafar eigi að viðhalda íbúðum sínum að innan að þá er oft mikill misbrestur á því sem gerir það að verkum að oft vill myndast ágreiningur við íbúðaskipti. Ef litið er til hvernig önnur sambærileg félög standa að þessum málum þá er yfirleitt farin sú leið að íbúðir eru málaðar og yfirfarnar á kostnað þess sem er að fara út.
Fram kom tillaga frá fulltrúum Eyjafjarðardeildar Búmanna um að fundartími aðalfundarins verði færður framar t.d. til kl. 16.00 vegna vandamál með að ná flugi til baka til Akureyrar.
Fundarstjóri bauð formanni að slíta fundi sem var gert rétt fyrir kl. 20.00.