Aðalfundur Búmanna 2018

Aðalfundur Búmanna  var haldinn í Guðríðarkirkju, Kirkjustétt 8, Grafarholti, Reykjavík, 7. júní 2018 kl. 16.00

Fyrir fundinum lá áður gerð og birt dagskrá.

Dagskrá

  1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Kynning á sameiningu Búmanna hsf. og Leigufélags Búmanna. Að lokinni kynningu og umræðum verður tillagan um sameiningu lögð fram til afgreiðslu.
  3. Kynning á stefnu Búmanna hsf. Að lokinni kynningu og umræðum verður tillagan um stefnu Búmanna til næstu ára lögð fram til afgreiðslu.
  4. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræður um hana.
  5. Framlagning ársreikninga, umræða og afgreiðsla.
  6. Ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli rekstrarafgangi eða bregðast við ef tap verður á rekstri félagsins.
  7. Kynning á ákvörðun stjórnar um fjárhæð félagsgjalda, inntökugjalda, þjónustugjalda og annarra gjalda sem ákveðin eru af stjórn félagsins samkvæmt samþykktum þess.
  8. Ákvörðun gjalds í viðhaldssjóð félagsins
  9. Ákvörðun um framlag til varasjóðs félagsins.
  10. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins
  11. Tillaga til breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins:

Lagt er til að eftirfarandi málslið greinarinnar verði breytt:

„Nafn félagsins er Búmenn húsnæðissamvinnufélag, skammstafað Búmenn hsf. Heimilisfang félagsins er að Akralind 4, 201 Kópavogi. Varnarþing félagsins er í Kópavogi”.

Skal málsliðurinn orðast svo eftir breytingar: „Nafn félagsins er Búmenn húsnæðissamvinnufélag, skammstafað Búmenn hsf. Heimilisfang félagsins er að Lágmúla 7, 108 Reykjavík“. Varnarþing félagsins er í Reykjavík.

  1. Kosning formanns til eins árs.
  2. Kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára.
  3. Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs.
  4. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
  5. Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs og tveggja

skoðunarmanna og eins til vara, alla til eins árs.

  1. Kosning þriggja manna kjörnefndar.
  2. Önnur mál.

Mættir voru 132 félagsmenn

  1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara

– Formaður Búmanna, Áskell Jónsson, setti fundinn. Hann stakk upp á að Pétri Erni Sverrissyni hrl. sem fundarstjóra og er það samþykkt samhljóða. Pétur tók við stjórn fundar og stingur upp á Ragnhildi Lenu Helgadóttur sem fundarritara. Er það samþykkt samhljóða.

Kölluð voru upp nöfn allra kjörinna fulltrúa og merkt við þá sem voru mættir. Voru alls 47 fulltrúar mættir. Fengu þeir allir kjörseðla. Fundarstjóri lýsti því yfir að til fundarins hefði verið löglega boðað og að fundurinn væri lögmætur.

  1. Kynning á sameiningu Búmanna hsf. og Leigufélags Búmanna.

Kristinn Bjarnason, lögmaður Búmanna, kynnti sameininguna.  Hann gerði grein fyrir því að eftir að dagskrá hafði verið auglýst hafi komið í ljós að ekki þyrfti að bera tillögu um sameininguna upp á félagsfundi og því væri fallið frá þeim hluta dagskrárliðarins.  Fram kom að væri mikill áfangi unnt væri að sameina , Leigufélag Búmanna ehf. við Búmenn hsf. og slíta þannig því fyrrnefnda. Eins og menn myndu eflaust hafi það verið eitt af skilyrðum fjárhagslegrar endurskipulagningar Búmanna að stofnað yrði sérstakt leigufélög  um 68 eignir sem voru án búsetusamninga og þeim í leigu þar til tækist að selja búseturétt í þeim að nýju.. Núna, tveimur árum eftir að samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Búmanna var gerður við Íbúðalánasjóð sé hlutverki leigufélagsins að ljúka og sýni það hversu vel hafi tekist að byggja Búmenn aftur upp eftir þær hremmingarnar sem félagið lenti í.. Upplýst var að bæði stjórn Búmanna og stjórn leigufélagsins hefðu samþykkt samrunann. Ríkisskattstjóri hafi einnig gefið út bindandi álit þar sem fallist var á að lagaskilyrði væri fyrir samrunanum og að hann hefði ekki neikvæð skattaleg áhrif.. Fram kom að beðið væri endanlegs samþykkis Íbúðalánasjóðs fyrir samrunanum.

  1. Kynning á stefnu Búmanna hsf.

Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, og aðstoðarmaður Búmanna við stefnumótunarvinnu fór yfir aðdraganda og ferli við vinnuna. Fjölmargir félagsmenn komu að vinnunni og var þeim skipt upp í hópa þar sem hver hópur fékk ákveðin mál til umfjöllunar og úrlausnar. Sú stefnumótun sem  kynnt var, væri afrakstur þeirrar vinnu. Áskell tók einnig til máls og fór yfir helstu þætti í stefnumótuninni. Það kom fram að stefnan væri vegvísir fyrir Búmenn til framtíðar og væri  ávallt lifandi framvinda athafna og ákvarðana.  Hægt væri að nálgast stefnumótun Búmanna á vefsíðu félagsins www.bumenn.is. Nokkur umræða varð  en að lokum var greitt atkvæði um hvort samþykkja ætti stefnumótunina. Var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
  2. Framlagning ársreikninga,
  3. Ákvörðun um hvernig skuli ráðstafa rekstrarafgangi.

Fundarstjóri ákvað að framangreindir 3 liðir yrðu teknir fyrir saman, sætti það ekki andmælum. Áskell Jónsson formaður Búmanna, ræddi um störf stjórnar fyrir síðasta starfsár. Greindi hann frá erfiðleikum sem komu upp vegna veikinda Úlfars Indriðasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Búmana. Fjölmargir stjórnarfundir haldnir og unnið að því að halda áfram uppbyggingu félagsins. Stefnt væri að því að auka vel við viðhald í félaginu enda viðhaldsþörfin orðin mikil eftir viðhaldssvelti undanfarinna ára.  Að lokum minntist Áskell Úlfars og bað fundarmenn að rísa úr sætum og minnast hans með einnar mínútu þögn.

Gunnar Þór Ásgeirsson, frá endurskoðunarskrifstofunni Rýni sem endurskoðar ársreikning Búmanna hsf. fór yfir ársreikninginn og skýrði hann út, ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu og ákvörðun um framlag til varasjóðs. Benti hann á að ársreikningurinn væri settur inn á heimasíðuna viku fyrir aðalfund og hvatti hann fundarmenn til þess að skoða hann þar.

Eftir nokkrar umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninginn var gengið til atkvæða og voru skýrslan og ársreikningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Kynning á ákvörðun stjórnar um fjárhæð félagsgjalda, inntökugjalda, þjónustugjalda og annarra gjalda sem ákveðin er af stjórn félagsins samkvæmt samþykktum þess.

Áskell upplýsti að stjórnin hafi ákveðið að leiðrétta þjónustugjaldið í samræmi við neysluvísitölu frá því að það var hækkað 2016 að kröfu Íbúðalánasjóðs. Myndi þjónustugjaldið hækka í kr. 7200,- og myndi framvegis fylgja vísitölunni.

  1. Ákvörðun gjalds í viðhaldsjóð félagsins.

Áskell upplýsti að nauðsynlegt væri að hækka viðhaldsgjaldið úr 0.35% í 0.5%  af brunabótamati hverrar eignar.  Myndi hækkunin koma til framkvæmda 1. september næst komandi. Nokkrar umræður spunnust um hækkunina. Flestir sem tjáðu sig um þessa breytingu voru henni fylgjandi.

Komið var með tillögu um að hækka viðhaldsgjaldið í 0.4% af brunabótamati hverrar eignar. Gengið var til atkvæða um þessa breytingartillögu og var hún felld. Gengið var þá til atkvæða um tillögu stjórnar um hækkun viðhaldsgjaldsins í 0.5% af brunabótamati hverrar eignar. Var sú tillaga samþykkt með þorra atkvæða kjörfulltrúa

  1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.
  2. Tillaga til breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins:

Lagt er til að eftirfarandi málslið greinarinnar verði breytt:

„Nafn félagsins er Búmenn húsnæðissamvinnufélag, skammstafað Búmenn hsf. Heimilisfang félagsins er að Akralind 4, 201 Kópavogi. Varnarþing félagsins er í Kópavogi”.

Skal málsliðurinn orðast svo eftir breytingar: „Nafn félagsins er Búmenn húsnæðissamvinnufélag, skammstafað Búmenn hsf. Heimilisfang félagsins er að Lágmúla 7, 108 Reykjavík“. Varnarþing félagsins er í Reykjavík.

Breytingin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Kosning formanns til eins árs.

Áskell Jónsson var einn í framboði og var hann því sjálfkjörinn sem formaður Búmanna starfárið 2017 – 2018.

 

  1. Kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára.

Alls voru fjórir félagsmenn í kjöri. Alls kusu 46 kjörmenn. Kosningunni lyktaði þannig að Ásgeir Hjálmarsson fékk 38 atkvæði, Þórður Sveinbjörnsson fékk 34 atkvæði Guðrún Gerða fékk 31 atkvæði og Aðalsteinn Sigurgeirsson fékk 22 atkvæði. Einn kjörseðill var auður. Þau Ásgeir, Þórður og Guðrún Gerða voru því réttkjörin stjórnarmenn til setu í stjórn Búmanna hsf..

  1. Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs.

Alls voru 5 félagsmenn í kjöri. Alls kusu 46 kjörmenn. Kosningunni lyktaði þannig að Guðrún Óladóttir fékk 33 atkvæði, Friðrik Hafberg fékk 32 atkvæði, Ingimundur Andrésson fékk 22 atkvæði, Margrét Jónsdóttir fékk 22 atkvæði og Reynir H Jóhannsson fékk 19. Einn kjörseðill var auður. Þar sem Ingimundur og Margrét fengu jafnmörg atkvæði stóð til að varpa hlutkesti um hvort þeirra yrði í varastjórn Búmanna en til þess kom ekki þar sem Ingimundur dró sitt framboð til baka. Þau Guðrún, Friðrik og Margrét voru því réttkjörnir varamenn í stjórn Búmanna..

Athygli varvakin á því að af alls 8 fulltrúum í stjórn Búmanna væru fjórar konu og fjórir karlar.

  1. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.

Áskell upplýsti að stjórn legði það til að laun stjórnarmanna og varamanna skyldu hér eftir að fylgja launavísitölu. Skyldu launin vera leiðrétt frá síðasta aðalfundi og breytast með launavísitölu einu sinni á ári.

Var tillagan samþykkt með þorra atkvæða.

  1. Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs og tveggja skoðunarmanna og eins til vara, alla til eins árs.

Gunnar Þór Ásgeirsson, löggiltur endurskoðandi hjá  hjá Rýni endurskoðun ehf., var tilnefndur sem löggiltur endurskoðandi Búmanna hsf fyrir starfsárið 2017-2018. Var tillagan samþykkt.

Ari Karlsson og Sigurður Jónsson voru tilnefndir sem aðalskoðunarmenn Búmanna hsf.. Var tillagan samþykkt.

Jónas Jónasson er tilnefndur sem varskoðunarmaður fyrir Búmenn hsf.. Var tillagan samþykkt.

  1. Kosning þriggja manna kjörnefndar.

Haraldur Finnsson gaf kost á sér sem formaður kjörnefndar.

Jón H. Gíslason og Sigríður Kristjánsdóttir gáfu kost á sér sem meðstjórnendur í kjörnefnd.

Sjálfkjörið var í kjörnefnd og framangreindir því rétt kjörnir í nefndina.

  1. Önnur mál.

Þrjár tillögur lágu fyrir aðalfundinum.

  1. Tillaga til aðalfundar Búmanna húsnæðissamvinnufélags.

Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Búmanna haldinn á Akureyri fimmtudaginn 03.05.2018 skorar á aðalstjórn félagsins að hefja nú þegar viðræður við íbúðalánasjóð um lækkun vaxta á lánum félagsins. Fundurinn bendir á að á síðast liðnum árum hefur vaxtastig í landinu farið lækkandi, þannig voru verðtryggðir vextir Seðlabanka íslands 4.8% í ársbyrjun 2010 en 3.65% í marsmánuði síðast liðnum. Á sama tíma hafa vextir íbúðalánsjóðs haldist óbreyttir og algengir vextir af íbúðum félagsfólks  er 4.5 – 4.8%. fundurinn bendir á að lækkun vaxta um eitt prósentustig t.d. af 30 milljón króna láni er lækkun á vaxta félagsfólks um 300 þúsund á ársgrundvelli. Fundurinn telur að aðalstjórn félagsins eigi að einbeita sér að þessum málum og láta ekki staðar numið fyrr en árangur hefur náðst.

F.h. fundarmanna aðalfundar Eyjafjarðardeildar Búmanna

Stjórn Eyjafjarðardeildar.

Áskell Jónsson, formaður, tók til máls og fagnaði framkominni tillögu Eyjafjarðardeildarinnar. Jafnframt benti hann á það að gott er að hafa bakland um þessi mál. Hvatti hann til þess að tillagan yrði samþykkt. Fleiri tóku til máls og hvöttu til þess að tillagan yrði samþykkt.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

  1. Tillaga frá Búseturéttarfélagi Búmanna við Vallarbraut á Akranesi til samþykktar eða synjunar á aðalfundi Búmanna 7. Júní 2018

Aðalfundur Búmanna felur stjórn félagsins að halda, þrátt fyrir ákvæði í lögum um húsnæðissamvinnufélög, um að viðhaldssjóður félaganna sé eign þeirra og óskiptur.

Verði stjórn Búmanna skylt að halda bókhald um uppsöfnun og útgjöld, hvers Búseturéttarfélagi Búmanna. Tilgangur þessarar tillögu er að félagar Búmanna hafi yfirsýn yfir stöðu Búseturéttarfélaganna í viðhaldssjóði félagsins, þannig að jafnrétti sé gætt, í útgjöldum til lengri tíma litið.

Virðingarfyllst

Þorsteinn Ragnarsson

Vallarbraut 2

300 Akranesi.

Fundarstjóri upplýsti að tillagan væri ekki tæk meðferðar á aðalfundinum þar sem hún  fari í bága við samþykktir Búmanna og lög um húsnæðissamvinnufélög. Var tillögunni þar með vísað frá.

  1. Tillaga fyrir aðalfund Búmanna hsf. 2018

Aðalfundur Búmanna – húsnæðissamvinnufélags, haldinn 7. júní 2018 beinir því til stjórnar félagsins, að sækja um aðild að Sambandi samvinnufélaga. Félagsmenn nú eru einkum kaupfélögin í landinu, en áhugi er hjá félagsmönnum að fá fleiri félög s.s. húsnæðissamvinnufélög í sambandið.

Reynir Ingibjartsson

Formaður þakkaði fyrir innkomna tillögu en lagði um leið til að tillagan yrði send til stjórnar til umfjöllunar.

Greidd voru atkvæði um breytingartillögu formanns og var hún samþykkt og er tillögunni vísað til stjórnar Búmanna hsf.

Aðrar umræður undir liðnum önnur mál.

Nokkur umræða varð um að allir ættu að hafa kjörgengi og kosningarétt. Flestir voru á því að núverandi kerfi væri ágætt og vildu ekki sjá breytingar á því. Fram kom meðal annars að með þessu kerfi væri verið að koma í veg fyrir að rétt fyrir aðalfund væri hægt að smala saman fólki til að skrá sig í félagið og taka síðan fundinn yfir. Bent var á að til þess að þessu yrði breytt þyrfti að koma fram tillaga um breytta tilhögun með þeim fyrirvara sem getið er á um í samþykktum félagsins.

Eftir umræður þakkaði formaður fundarmönnum fundarsetu og sleit fundi kl.18.15

Lesa meira