Aðalfundur Búmanna hsf., verður haldinn fimmtudaginn 23. maí 2024 og hefst hann kl. 14.00 í Gullteig á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík og streymt þaðan í Múlaberg á Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89 á Akureyri.
Í samræmi við 13. gr. samþykkta Búmanna verður félagsmönnum sem búa í meira en 200 km. akstursfjarlægð frá tilgreindum aðalfundarstað gefinn kostur á að mæta og taka þátt í aðalfundinum í gegnum fjarfundarbúnað á fjarfundarstað.
Fjarfundarstaður verður í Múlaberg á Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89 á Akureyri. Nánar vísast til reglna um rafræna þátttöku á félagsfundum Búmanna sem eru aðgengilegar á vef Búmanna www.bumenn.is.
Innskráning á fundinn á aðalfundarstað og fjarfundarstað hefst kl. 13.00 og eru félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega til skráningar.
Aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum Búmanna og hafa þeir málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á fundinum. Hver félagsmaður má fara með umboð frá einum öðrum félagsmanni.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs er til miðvikudags 8. maí 2024. Samkvæmt samþykktum Búmanna á að kjósa um formann félagsins, tvo stjórnarmenn og þrjá varamenn í stjórn. Framboðum skal skila á netfangið [email protected]
Dagskrá fundarins er í samræmi við samþykktir félagsins sem hér segir.
- Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræður um hana.
- Framlagning ársreikninga, umræða og afgreiðsla.
- Ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli rekstrarafgangi eða bregðast við ef tap verður á rekstri félagsins.
- Kynning á ákvörðun stjórnar um fjárhæð félagsgjalda, inntökugjalda, þjónustugjalda og annarra gjalda sem ákveðin eru af stjórn félagsins samkvæmt samþykktum þess.
- Ákvörðun gjalds í viðhaldssjóð félagsins.
- Ákvörðun um framlag til varasjóðs félagsins.
- Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. Stjórn Búmanna hsf. gerir tillögu til aðalfundar Búmanna hsf. sem haldinn verður 23. maí 2024 um að sett verði í samþykktir félagsins svohljóðandi tímabundið ákvæði til bráðabirgða:
„Stjórn félagsins er heimilt að víkja frá almennum skilmálum búsetusamninga við samningagerð við Fasteignafélagið Þórkötlu ehf., kt. 410424-0750 á grundvelli laga nr. 16/ 2024 um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.
Bráðabirgðaákvæði þetta gildir jafnlengi og heimild búseturéttarhafa til uppkaupa samkvæmt framangreindum lögum.“
- Kosning formanns til eins árs.
- Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára.
- Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs.
- Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
- Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs og tveggja skoðunarmanna og eins til vara, alla til eins árs.
- Kosning þriggja manna kjörnefndar
- Undir þessum lið verða fluttar þrjár kynninga.
- Reglur um framleigu búsetuíbúða Búmanna. Kristinn Bjarnason, lögmaður Búmanna
- Stefnumótun félagsins. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands
- Úttekt á rekstri félagsins. Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi.
- Önnur mál