Aðalfundur Búmanna hsf. verður haldinn í Guðríðarkirkju 2. maí n.k. kl. 15.00.
Tímarammi vegna undirbúnings aðalfundarins er sem hér segir enda í samræmi við samþykktir Búmanna.
Aðalfund Búmanna skal halda ár hvert fyrir lok maímánaðar.
Aðalfund félagsins skal boða á heimasíðu félgsins og dagblöðum með minnst 21 dags fyrirvara. Í boðun fundarins skal greina fundarstað, fundartíma og dagskrá fundarins. Þeir félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu skulu tilkynna kjörnenfnd um framboð sitt minnst 14 dögum fyrir aðalfund.
Aðalfundi búsetufélaga skal halda fyrir lok marsmánuðar. (þau tilnefna fulltrúa sem hafa atkvæðisrétt) Félagsdeildir skulu halda sína aðalfundi á tímabilinu 1. apríl til 15. maí ár hvert. Staðfesta tilnefningu kjörfundarfulltrúa. ( fundunum skal lokið fyrir páska 2019).Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu vera skriflegar og berast stjórn eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund og skal þeirra getið í fundarboði. Samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna þarf til breytinga á samþykktum.
Ykkur til upplýsinga hafa formaður félagsins, Áskell Jónsson, Halldóra Erlendsdóttir, meðstjórnandi og ritari og varamenn í stjórn þau Guðrún Óladóttir, Friðrik Hafberg og Margrét Jónsdóttir gefið kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Búmanna og hefur það verið skráð í fundargerð stjórnar Búmanna á stjórnarfundi 21. febrúar s.l.
Aðrir í stjórn Búmanna, Ásgeir Hjálmarsson, Þórður Sveinbjörnsson og Guðrún Gerður Guðrúnardóttir eiga eitt ár eftir af kjörtímabili sínu í stjórn Búmanna. Boðað verður til fundar með kjörnefnd og formönnum búsetufélaga og deilda þegar nær dregur.
Með góðum kveðjum
Gunnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Búmana