Aðalfundur Búmanna Reykjavík

Aðalfundur

Búmanna húsnæðissamvinnufélags (hsf.) verður haldinn á Grand hótel, Reykjavík, 15. júní 2017 kl. 16.00

Dagskrá.
1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Kynning frá Íbúðalánasjóði
3. Kynning á nýrri heimasíðu félagsins
4. Kynning á viðhaldsáætlun félagsins fyrir árið 2017
5. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræður um hana.
6. Framlagning ársreikninga, umræða og afgreiðsla.
7. Ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli rekstrarafgangi eða bregðast við ef tap verður á rekstri félagsins.
8. Kynning á ákvörðun stjórnar um fjárhæð félagsgjalda, inntökugjalda, þjónustugjalda og annarra gjalda sem ákveðin er af stjórn félagsins samkvæmt samþykktum þess.
9. Ákvörðun gjalds í viðhaldsjóð félagsins.
10. Ákvörðun um framlag til varasjóðs félagsins.
11. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.
a. Tillaga til breytingu á 2. tölul. 16. gr. samþykkta félagsins: Lagt er til að eftirfarandi málslið greinarinnar verði breytt: „Hver félagsdeild með með allt að 50 félagsmönnum skal kjósa 2 fulltrúa og síðan 1 fyrir hverja byrjaða 50 félagsmenn deildarinnar umfram það“. Skal málsliðurinn orðast svo eftir breytingar: „Hver félagsdeild með allt að 50 félagsmönnum skal kjósa 4 fulltrúa og síðan 2 fyrir hverja byrjaða 50 félagsmenn deildarinnar umfram það.“
b. Tillaga til breytingu á 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins: Lagt er til að eftirfarandi málsgrein verði breytt: „Rétt til að rita félagið og skuldbinda það hafa þrír (3) stjórnarmenn hið fæsta, formaður eða varaformaður ásamt tveimur (2) meðstjórnendum“. Skal málsgreinin orðast svo eftir breytingar: „Rétt til að rita félagið og skuldbinda það hafa þrír (3) stjórnarmenn hið fæsta, formaður ásamt tveimur (2) meðstjórnendum“.
12. Kosning formanns til eins árs.
13. Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára.
14. Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs.
15. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
16. Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs og tveggja skoðunarmanna og eins til vara, alla til eins árs.
17. Kosning þriggja manna kjörnefndar.
18. Önnur mál.
Aðalfundur Búmanna hsf. er opinn öllum félagsmönnum og eru þeir hvattir til þess að mæta.
Stjórn Búmanna hsf.