Jafnræðisregla höfuðstólslækkunar

Stóru húsnæðissamvinnufélögin þrjú eru að skoða hvort þau ættu að láta kanna sameiginlega hvort verið sé að brjóta jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar með því að skilja búseturétthafana eftir við höfuðstólslækkun húsnæðislána.

Húsnæðissamvinnufélögin þrjú eru að íhuga að kosta sameiginlega lögfræðilega skoðun á því hvort ríksisstjórnin sé að brjóta jafnræðisregluna í frumvarpi um höfuðstólslækkun húsnæðislána.

Í 3. gr. frumvarpsins sem kallast “Afmörkun leiðréttingar” kemur eftirfarandi m.a. fram: Leiðréttingin tekur ekki til lögaðila, þrátt fyrir að til láns hafi verið stofnað með beinum eða óbeinum hætti í þágu einstaklinga, þ.m.t. samkvæmt lögum nr. 66/2003, um húsnæðissamvinnufélög.

22. apríl 2014

Fundað var með útibússtjóra Landsbankans í Austurstræti um hugsanlega endurfjármögnum lána Búmanna og e.t.v. fjármögnun kaupa félagsins á búseturéttum sem félagið verður að kaupa vegna kaupskyldu félagsins.

Unnið hefur verið að gagnaöflun fyrir bankann og er beðið eftir svari. Með því að skoða þessa leið þá er markmið félagsins að ná því fram að skoða möguleika á því að fá lán með lægri vöxtum sem skila mun sér í lægri mánðargjöldum til búseurétthafa Búmanna og rekstrarfé til félagsins. Einnig væri stefnt að því að greiða upp öll lán hjá Íbúðalánasjóði og koma Búmönnum þar með í full skil aftur. Frá Búmönnum mættu Björn Bragason og Daníel.

22. apríl 2014

Búmenn skila inn umsögn um frumvarp til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána.

Í umsögninni var bent á öll þau atriði sem félagið hefur lagt áherslu á í umfjöllun sinni um málið.

23. mars 2014

Viðbrögð berast við bréfi stjórnar Búmanna um að fá að hitta Eygló innan fjögurra vikna frá dagsettu bréfi stjórnar Búmanna frá  31. mars til til ráðherrans og Búmönnum boðið til fundar 23. mars.

Þegar Guðrún, Þórir og Daníel eru að fara af undirbúningsfundi sem haldinn var á teiknistofu Guðrúna berst SMS um að ráðherra gæti ekki mætt vegna skyndilegs fundar í þingflokki sínum. Boðið var upp á að Búmenn fengju að hitta embættismenn ráðuneytisins sem var afþakkað og óskað eftir nýjum tíma með ráðherra.

30. apríl 2014

Fyrirhugaður fundur framkvæmdastjóra húsnæðissamvinnufálaganna þriggja með Eygló Harðardóttur um aðgerðir í málefnum félaganna.

Fundur framkvæmdastjóra húsnæðissamvinnufálaganna þriggja, þ.e. Gísla hjá Búseta í Reykjavík, Benedikt og Guðlaug í Búseta á Norðuralandi og Daníel hjá Búmönnum með Eygló Harðardóttur og Bolla Bollasyni úr ráðuneytinu ásamt einum starsmanni ráðuneytisins til viðbótar.

Fulltrúar félaganna fengu tækifæri til að fjalla um ýmis málefni sem brenna á félögunum. Nefna má frumvarp ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun fasteignalána, lagaumhverfi húsnæðissamvinnufélaganna og málefni Íbúðalánasjóðs svo eitthvað sé nefnt. Ekki var að heyra á ráðherranum að einhverjar aðgerðir væru fyrirhuaðar til að mæta húsnæðissamvinnufélögunum ef þau verða ekki með í höfuðstólslækkuninni. Ráðherrann hvatti fulltrúa félaganna til að reyna að ná fundi með þingflokkum stjórnarflokkanna til að reyna að tala máli félaganna varðandi málefnið. Einnig hvatti hún til þess að þess að fulltrúarnir skýrðu sjónarmið sín fyrir efnahags- og viðskiptanefnd alþingis. Einnig sagðist Eygló vera að reyna að fá Íbúðalánasjóð til að vinna hraða í þeim málum sem snúa að húsnæðissamvinnufélögum sem eru í fjárhagslegri endurskipulagningu hjá sjóðnum.

30. apríl 2014

Framkvæmdastjórar húsnæðissamvinnufélaganna þrigja eru boðaðir á fund Efnahags- og viðskiptanefnadar alþingis vegna frumvarps til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána.

Fundur framkvæmdastjóra húsnæðissamvinnufálaganna þriggja, þ.e. Gísla hjá Búseta í Reykjavík, Benedikt og Guðlaug í Búseta á Norðuralandi og Daníel hjá Búmönnum með efnnahags- og viðskiptanend fór fram og fengu fulltrúar félaganna tækifæri til að skýra sín sjónarmið varðandi þá mismunun sem felst í því ef búseturétthafar þessara félaga verða ekki með í höfuðstólslækkun fasteignalána eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Fulltrúar félaganna þriggja fengu um hálfa klukkustund til að skiptast á skoðunum við nefndarmenn og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

5. maí 2014

Búmenn hafa samband við Ragnheiði Ríkharðsdóttur formann þingflokks Sjálstæðismanna og kalla eftir fundi með henni og þingflokknum til að fá að ræða um frumvarp til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána þar sem þessi félög eru ekki með í tillögunum.

Ragnheiður bregst strax við og ákveðið er að hittast 9. maí til að fara yfir málin.

9. maí 2014

Fundur með Ragnheiði Ríharðsdóttur. Á fundinn mætti Daníel og var farið yfir ýmis gögn um höfuðstólslækkun fasteignalána. Búmenn lögðu fram áætlun yfir kostnað þess að húsnæðissamvinnufélögin væru tekin með í höfuðstólslækkunina. Niðurstaða fundarins var að Ragnheiður mun kanna möguleika þess að framkvæmdastjórar stóru húsnæðissamvinnufélaganna þriggja geti átt fund með þeim þingflokki Sjálstæðisflokksins vegna málins sem fyrst.

Lesa meira