� Hér á eftir fer hugmynd að áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar
� Hugmyndin er að búsetafélögin sendi þessa áskorun til þingmanna síns kjördæmis og ráðherra ríkisstjórnarinnar
� Aðalfundur búsetufélagsins _______________ haldinn ___. maí 2014 tekur undir þá skoðun að leiðrétta beri höfuðstól fasteignaveðlána, sem ríkisstjórnin ætlar að hrinda í framkvæmd.
� Aðalfundur búsetufélagsins ______________ mótmælir því hins vegar harðlega að eigendur búseturéttar í Búmannaíbúðum séu ekki með í þeim aðgerðum.
� Aðalfundur búsetufélagsins _________________ bendir á að búseturéttur er form á séreign. Eigendur búseturéttar í Búmannaíbúðum fá greiddar vaxtabætur eins og aðrir íbúðaeigendur, sem falla undir þau skilyrði.
� Staða skuldabréfs hjá Íbúðalánasjóði er fært á skattframtal viðkomandi íbúa í Búmannaíbúð. Litið er á þetta sem hefðbundið verðtryggt fasteignalán, sem tekur sömu breytingum mánaðarlega og öll önnur fasteignaveðlán Íbúðalánasjóðs.
� Aðalfundur búsetufélagsins ______________ fagnar hugmyndum Eyglóar Harðardóttur, félagsmálaráðherra, um fjölbreyttara val á húsnæðismarkaði m.a. með leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum.
� Eigi það að gerast gengur ekki að ætla að neita núverandi eigendum búseturéttar í Búmönnum um sambærilega leiðréttingu og aðrir íbúðaeigendur eiga að fá.
� Almennar skuldaleiðréttingar hljóta að eiga að ganga til allra, sem skulda fasteignaveðlán.
� Aðalfundur búsetufélagsins ______________ treystir því að stjórnvöld sjá til þess að Búmenn fái sömu leiðréttingu og aðrir.