Búmenn er framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki 2022 Mynd

Búmenn er framúrskarandi fyrirtæki annað árið í röð.

Gunnar kristinsson, framkvæmdastjóri Búmanna og Áskell Jónsson, formaður Búmanna við móttöku viðurkenningar Creditinfo um að Búmenn eru framúrskarandi fyrirtæki 2022.

Þetta er annað árið í röð sem félagið hlýtur þessa viðurkenningu. Viðurkenningin sýnir góða stöðu félagsins. Rekstur félagsins er öruggur, það er fjárhagslega sterkt og reksturinn er stöðugur. Fylgst er með rekstri félagsins í gegnum öflugt innra eftirlit og farið yfir afkomu félagsins í hverjum mánuði á stjórnarfundum félagsins. Þannig fá stjórnarmenn nákvæma stöðu félagsins frá mánuði til mánaðar og eru þeir þannig vel upplýstir um rekstur félagsins.

Samkvæmt Creditinfo er Búmenn í 28 sæti stærstu félaga landsins þegar haft er í huga verðmæti eigna félagsins upp á 27 milljarða, eigið fé sem er 10 milljarðar og eiginfjárhlutfall sem er 37%