Búmenn er framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki nóv 2021

Gunnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Búmanna við móttöku viðurkenningar Creditinfo um að Búmenn hsf er Framúrskarandi fyrirtæki 2021.

Sá ánægjulegi viðburður gerðist nú á haustdögum að Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn hsf., var útnefnt sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Er félagið eitt af 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum 2021. Fyrirtæki telst framúrskarandi 2021 ef það uppfyllir eftirfarandi skilyrði.

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK fyrir rekstrarárin 2018-2020
  • Hefur skilað nýjasta ársreikningi á réttum tíma
  • Er í lánshæfisflokki 1,2, eða 3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2018-2020
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2018-2020
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2018-2020
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2018-2020
  • Eignir voru a.m.k. 100 m.kr. rekstrarárin 2018-2020.

Það er engin launung á því að þessi árangur er þó nokkuð fyrr á ferðinni en gert var ráð fyrir. Bæði þessi viðurkenning frá Creditinfo og svo óháða úttektin á rekstrahæfi félagsins frá því í vor, þar sem Búmenn fengu hæstu einkunn, sýnir að félagið er komið á mjög góðan stað. Félagið er öruggt, fjárhagslega sterkt og stöðugt félag sem farið er að njóta virðingar út á við, bæði af hálfu fjármagnsstofnana, annarra fyrirtækja og út í samfélaginu. Í þessu sambandi má benda á það að Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn hsf. er í 55 sæti af þeim 853 fyrirtækjum sem tilnenfd voru sem Framúrskarandi fyrirtæki og kölluð eru landsliðið í rekstri, þegar borin eru saman verðmæti eigna, eigið fé og eiginfjárhlutfall.