Búmenn í Grindavík

Kæru Búmenn í Grindavík.

Hugur okkar, starfsfólks og stjórnar Búmanna, er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum.

Þakka ber hve rýming sl. föstudag gekk vel og hve fumlaus viðbrögð ykkar og allra Grindvíkinga voru. Það skipt mestu máli.

Nú ríkir alger óvissa um hvenær þið fáið að snúa heim á ný og eins í hvaða ástandi húsnæðið verður, þegar þar að kemur. Við munum fylgjast með því og vera í sambandi við ykkur.

Ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Búmanna ef eitthvað kemur upp sem þarf að bregðast við.

Við óskum ykkur alls hins besta við þessar erfiðu aðstæður.

Kær kveðja,

f.h. starfsfólks og stjórnar Búmanna.

Gunnar Kristinsson
Þórólfur Árnason

Lesa meira