V/ árshlutauppgjörs 30.06.2018

Tilgangur Búmanna, sem er húsnæðissamvinnufélag án hagnaðarsjónarmiða starfandi á landsvísu, er að stuðla að því að fólk 50 ára og eldra hafi tækifæri á forsendum jöfnuðar og fjölbreytni að búa í hagkvæmu og öruggu húsnæði sem er í takti við þarfir og óskir félagsmanna.

6 mánaða uppgjör Búmanna

Árshlutareikningur Búmanna janúar – júní 2018 var staðfestur af stjórn og framkvæmdarstjóra félagsins þann 30. október síðastliðinn.  Árshlutareikningurinn er með könnunaráritun endurskoðenda.

Þann 1. janúar sameinaðist Búmenn hsf við Leigufélag Búmanna ehf. og munu félögin starfa undir nafni Búmanna hsf. Sameiningin hefur áhrif á samanburð milli ára, eigið fé ofl.

Þar sem ekki lá fyrir formlegur árshlutareikningur fyrir 2017 þá miðast samanburðartölur við allt árið 2017.

Rekstrartekjur frá janúar – júní námu 570,5 milljónir króna samanborið við tekjur upp á 1.051 milljónir króna allt árið 2017. Rekstargjöld námu 186,4 milljónir króna fyrir tímabilið samanborið við 294,9 milljónir króna í rekstrargjöld allt árið 2017.

Rekstraafkoma fyrir matsbreytingu fasteigna og fjármagnsliða nam tæpum 384 milljónum króna en tekjufærsla vegna matsbreytingar og söluhagnað fasteigna var 1.697 milljónir króna. Matsbreyting skýrist af breytingu á matsverði ( fasteignamat) fasteigna félagsins frá 1. janúar til 30. júní 2018.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 477,2 milljónir króna vegna janúar – júní 2018 samanborið við 770,5 milljónir króna allt árið á undan.

Hagnaður tímabilsins nam 1.455 milljónum króna á fyrri helmingi ársins 2018 samanborið við 1.577 milljón króna hagnað fyrir allt árið 2017.

Heildareignir félagins voru bókaðar á 20.145 milljónir króna þann 30. júní 2018 samanborið við 17.469 milljónir króna í árslok 2017.  Þar af voru fastafjármunir um 97,6% af heildareignum.

Eigið fé var samkvæmt efnahagsreikningi um  5.618 milljón krónur að meðtöldum stofnsjóði að fjárhæð 9.7 milljón krónur.  Eigið fé í árslok 2017 var um 4.163 milljón krónu

Heildarskuldir félagins í lok tímabilsins voru 14.527 milljón krónur. Þar af voru langtímaskuldir samtals 12.896 milljón krónur með næsta árs afborgun upp á 73.4 milljón krónur.

Eiginfjárhlutfall félagsins er 27,9% og veltufjárhlutfall er 2,25

Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 76,8 milljónum króna, samanborið við 192 milljónir króna allt árið 2017. Fjárfestingarhreyfingar tímabilsins voru neikvæðar um 1.076 milljónir króna og fjármögnunarhreyfingar  voru 1.174 milljónir króna. Handbært fé í lok tímabilsins voru tæpar 380 milljónir króna, samanborið við 205 milljónir króna allt árið 2017.

Staðan og framtíðarhorfur

Fyrsti árshluti var í samræmi við áætlanir félagsins. Horfur næstu mánaða gera ráð fyrir að rekstur verði sambærilegur og áætlanir standist.

Hægt er að nálgast árshlutauppgjör Búmanna hsf., og fleira  á heimasíðu félagsins hér

Lesa meira