Til sölu er búseturéttur að Hvammsgötu 12 í Vogum. Um er að ræða rúmgott 90 fm parhús á einni hæð, byggðu árið 2002, snyrtileg eign. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sólstofu.
Ásett verð búseturéttarins er kr.25.000.000 og mánaðarlegt búsetugjald miðað við 1.nóvember er kr.194.404.
Innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi er afborgun skuldabréfa, fasteigna- og holræsagjöld, tryggingar, viðhaldssjóður og þjónustugjald.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða eignina og/eða gera tilboð í búseturéttinn, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Búmanna í síma 552-5644 eða í gegnum netfangið [email protected]
Verð: 25.000.000
Stærð: 90 fm
Gata: Hvammsgata 12
Póstnúmer: 190 Vogar
Byggingarár: 2002
Fastanúmer: 226-2381