Til sölu er búseturéttur að Þjóðbraut 1 á Akranesi. Falleg, björt og rúmgóð 95 fm íbúð á 5.hæð í lyftuhúsi, byggðu árið 2008. Snyrtileg íbúð með miklu útsýni.
Íbúðin skiptist í forstofu með góðum skápum, stofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu/þvottahús innan íbúðar. Ásamt stæði í bílakjallara.
Ásett verð búseturéttarins er kr.22.000.000 og mánaðarlegt búsetugjald miðað við 1.nóvember er kr.236.801.
Innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi er afborgun skuldabréfa, fasteigna- og holræsagjöld, tryggingar, rekstur húsfélags, viðhaldssjóður og þjónustugjald.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða eignina og/eða gera tilboð í búseturéttinn, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Búmanna í síma 552-5644 eða í gegnum netfangið [email protected]
Verð: 22.000.000-
Stærð: 95 fm
Tegund íbúðar: Fjölbýli
Gata: Þjóðbraut 1
Hæð: 5
Póstnúmer: 300 Akranes
Fastanúmer: 230-0488