Akranes Þjóðbraut 1, íb. 602

Þjóðbraut 1, íb. 602


Category: .
Description

Til sölu er búseturéttur að Þjóðbraut 1, íbúð 602, 300 Akranesi. Íbúðin er á sjöttu hæð í átta hæða fjölbýlishúsi og er alls 95,3 fm. Íbúðin er mjög rúmgóð og björt og nýtur útsýnis yfir Faxaflóa, hafnarsvæðið, gamla bæinn á Akranesi og allt til Snæfellsness. Hún skiptist í eldhús, stórt alrými og stofu, rúmgott og þægilegt baðherbergi, svefnherbergi og góða geymslu. Úr alrými er gengið út á svalir sem snúa vel við sólu.

Auk hefðbundinna innréttinga er sérsmíðaður skápur (260 x210 sm) í alrými með lokanlegu vinnurými fyrir miðju. Tvískiptur AEG kæliskápur (165 sm) fylgir íbúðinni aukalega. Sameiginlegt þvottahús er við hlið íbúðar. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu og geymsla í kjallara. Aðgengi að húsinu er mjög greitt og þar eru tvær lyftur sem tengja allar hæðir hússins við anddyri og bílakjallara. Þjóðbraut 1 er miðsvæðis á Akranesi og stutt er í alla þjónustu og verslun.

Íbúðin er laus til afhendingar.

Ásett verð búseturéttarins er kr.6.500.000,- og mánaðarlegt búsetugjald miðað við 1. febrúar er kr.194.000.

Innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi er afborgun skuldabréfa, fasteigna- og holræsagjöld, rekstur húsfélags, tryggingar, viðhaldssjóður og þjónustugjald.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða eignina og/eða gera tilboð í búseturéttinn, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Búmanna í síma 552-5644 eða í gegnum netfangið [email protected]

Verð: 6.500.000-
Stærð: 95,3 fm
Tegund íbúðar: Fjölbýli
Gata: Þjóðbraut 1
Hæð: 6
Lyfta: Já
Tekið í notkun: 2008
Bílageymsla: Já