Til sölu er búseturéttur á Þjóðbraut 1 á Akranesi. Um er að ræða fallega, bjarta og rúmgóða 106 fm íbúð á 7.hæð í lyftuhúsi, byggðu árið 2008. Íbúðinni hefur verið vel við haldið og er með miklu útsýni. Hún skiptist í forstofu með góðum skápum, rúmgóða stofu og við hana opið rými sem væri sjónvarpsrými, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Rúmgott stæði í bílakjallara fylgir.
Íbúðin er laus.
Ásett verð búseturéttarins er kr.26.800.000 og mánaðarlegt búsetugjald miðað við 1.september er kr.287.400.
Innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi er afborgun skuldabréfa, fasteigna- og holræsagjöld, tryggingar, rekstur húsfélags, viðhaldssjóður og þjónustugjald.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða eignina og/eða gera tilboð í búseturéttinn, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Búmanna í síma 552-5644 eða í gegnum netfangið [email protected]
Verð: 26.800.000-
Stærð: 106 fm
Tegund íbúðar: Fjölbýli
Gata: Þjóðbraut 1
Lyfta: Já
Tekið í notkun: 2008
Fastanúmer: 230-7469
Tilboðsfrestur: 26.september 2025 kl.12.00