Frá og með 6. október verður skrifstofan lokuð utanaðkomandi umferð um óákveðinn tíma vegna hertra sóttvarnarlaga.
1. Símsvörun og móttaka skilaboða verða með sama hætti og áður.
2. Óski einhver eftir því að koma á skrifstofuna að hitta starfsmann Búmanna þarf hann að panta tíma.
3. Þeir sem koma inn á skrifstofuna þurfa að vera með sóttvarnargrímu. Tekið verður á móti viðkomandi og honum fylgt inn í fundarherbergi.
4. Utanaðkomandi aðilum er ekki heimilt að fara um önnur svæði hæðarinnar.
5. Dregið verður úr öllum viðhaldsframkvæmdum öðrum en þeim sem nauðsynlegar teljast.
Starfsfólk Búmanna