Út er komin ný og endurbætt heimasíða fyrir Búmenn. Heimasíðan var unnin í samstarfi við Basic Markaðstofu ehf, sem m.a. sérhæfir sig í hönnun og vefsíðugerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Heimasíðan var kynnt fyrir stjórn Búmanna á stjórnarfundi félagsins 22. febrúar s.l.
Heimasíðan verður fullbúin þegar Búmenn taka til starfa í nýju húsnæði að Lágmúla 7 þann 2. mars n.k.
Heimasíðan er mikið breytt í útliti og upplýsingagildi. Það er um að gera að vafra um heimasíðuna og kynnast henni.
Framkvæmdastjóri hvetur eindregið til þess að senda til hans ábendingar og athugasemdir um síðuna. Ábendingar er hægt að senda með því að smella á hnappinn “hafa samband”. Móttaka ábendingarinnar verður staðfest og berst staðfesting þess efnis til sendanda.
Vakin er athygli á nýjum opnunartíma á nýrri skrifstofu Búmanna að Lágmúla 7 frá og með 2. mars n.k. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9.00 til kl. 16.00.