Stefnumótun Búmanna

Eins og komið hefur fram á fundum Búmanna var ákveðið af stjórn Búmanna að hefja vinnu við stefnumótun fyrir félagið. Slík stefnumótun á að vera leiðarljós félagsins inn í framtíðina og því er mikilvægt að vanda vel til verka. Samið hefur verið við Runólf Smára Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands um að vera leiðbeinandi við slíka vinnu.

Framkvæmdastjóri og formaður Búmanna hafa hitt Runólf á tveimur fundum þar sem vinnan framundan hefur verið mörkuð. Munu þessir þrír einstaklingar skipa vinnuhóp sem leggur meginlínur vinnunnar. Sér til stuðnings og aðstoðar hefur verið skipaður stýrihópur sem í eru Gunnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Búmanna, Áskell Jónsson formaður Búmanna, Ásgeir Hjálmarsson, varaformaður Búmanna, Þórður Sveinbjörnsson, stjórnarmaður í stjórn Búmanna, Hjalti Schiöth, fjármálastjóri Búmanna og Haraldur Finnssson, formaður Reykjavíkurdeildar Búmanna. Tímalína vinnunnar hefur verið mörkuð og er sem hér segir:

Stöðufundir vinnuhóps.

Mánudagur 26. febrúar
Mánudagur 12. mars
Þriðjudagur 27. mars
Þriðjudagur 10. apríl
Miðvikudagur 25. apríl

Hópvinnufundir.

Boðaðir á hópvinnufundina eru formenn og stjórnir allra búsetufélaga og deilda í Búmönnum, aðalfundarfulltrúar frá síðasta aðalfundi Búmanna, vinnuhópur, stýrihópur og starfsmenn Búmanna. Hlutverk hópvinnufundanna er að rýna og staðfesta núverandi stefnu , ræða gildi, greina hagsmunaaðila viðskiptamenn og áskoranir ásamt greiningu á styrkleikum, veikleikum , ógnunum og tækifærum. Mikilvægt er að þessi vinna sé unnin af breiðum hópi félagsmanna til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram. Runólfur Smári mun stýra hópvinnufundunum og vera fólki til ráðgjafar. Þegar nær dregur fundunum verða sendar út upplýsingar um hvað verður fjallað á hverjum fundi.

Hópvinnufundirnir verða sem hér segir:

Þriðjudagur 6. mars kl. 13.00 – 16.00
Föstudagur 23. mars kl. 13.00 – 16.00
Þriðjudagur 3. apríl kl. 13.00 – 16.00
Mánudagur 16. apríl kl. 13.00 – 16.00

Milli þessara funda hittast vinnuhópur og stýrihópur til þess að skipuleggja og fara yfir þau málefni sem tekin verða fyrir á hverjum fundi.