Fundur framkvæmdastjóra stóru húsnæðissamvinnufélagann þriggja

Fundur framkvæmdastjóra stóru húsnæðissamvinnufélagann þriggja með Tryggva Þór Herbertssyni verkefnisstjóra um höfuðstólslækkanir húsnæðislána.

Fundur framkvæmdastjóra húsnæðissamvinnufálaganna þriggja, þ.e. Gísla hjá Búseta í Reykjavík, Benedikt í Búsetua á Norðuralandi og Daníel hjá Búmönnum með Tryggva Þór um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Fram kom hjá Tryggva að hanns verkefni hefði verið að þróa kerfi til að halda utan um höfuðstólslækkun húsnæðislána fyrir þá sem standa sem eigendur að íbúðum sínum en ekki lögaðila. Fundurinn varaði í um 1.5 klst. Og var farið yfir málið frá öllum hliðum.

Tryggvi hafði skilning á málinu en benti okkur á að ná fundi með Eygló um málið og hefur það verið sett í gang að reyna að ná fundi félaganna með henni.