Aðalfundur Búmanna 23 maí 2024

Aðalfundur Búmanna hsf., verður haldinn fimmtudaginn 23. maí  2024 og hefst hann kl. 14.00 í Gullteig á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík og streymt þaðan  í Múlaberg á Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89 á Akureyri.

Í samræmi við 13. gr. samþykkta Búmanna verður félagsmönnum sem búa í meira en 200 km. akstursfjarlægð frá tilgreindum aðalfundarstað gefinn kostur á að mæta og taka þátt í aðalfundinum í gegnum fjarfundarbúnað á fjarfundarstað.

Fjarfundarstaður verður í Múlaberg á Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89 á Akureyri. Nánar vísast til reglna um rafræna þátttöku á félagsfundum Búmanna sem eru aðgengilegar á vef Búmanna www.bumenn.is.

Innskráning á fundinn á aðalfundarstað og fjarfundarstað hefst kl. 13.00 og eru félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega til skráningar.

Aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum Búmanna og hafa þeir málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á fundinum. Hver félagsmaður má fara með umboð frá einum öðrum félagsmanni.

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs er til miðvikudags 8. maí 2024. Samkvæmt samþykktum Búmanna á að kjósa um formann félagsins, tvo stjórnarmenn og þrjá varamenn í stjórn.  Framboðum skal skila á netfangið [email protected]

Dagskrá fundarins er í samræmi við samþykktir félagsins sem hér segir.

 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræður um hana.
 3. Framlagning ársreikninga, umræða og afgreiðsla.
 4. Ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli rekstrarafgangi eða bregðast við ef tap verður á rekstri félagsins.
 5. Kynning á ákvörðun stjórnar um fjárhæð félagsgjalda, inntökugjalda, þjónustugjalda og annarra gjalda sem ákveðin eru af stjórn félagsins samkvæmt samþykktum þess.
 6. Ákvörðun gjalds í viðhaldssjóð félagsins.
 7. Ákvörðun um framlag til varasjóðs félagsins.
 8. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. Stjórn Búmanna hsf. gerir tillögu til aðalfundar Búmanna hsf. sem haldinn verður 23. maí 2024 um að sett verði í samþykktir félagsins svohljóðandi tímabundið ákvæði til bráðabirgða:

„Stjórn félagsins  er heimilt að víkja frá almennum skilmálum búsetusamninga  við  samningagerð við Fasteignafélagið Þórkötlu ehf., kt. 410424-0750  á grundvelli laga nr. 16/ 2024 um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Bráðabirgðaákvæði þetta gildir jafnlengi og heimild búseturéttarhafa til uppkaupa samkvæmt framangreindum lögum.“

 

 1. Kosning formanns til eins árs.
 2. Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára.
 3. Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs.
 4. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
 5. Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs og tveggja skoðunarmanna og eins til vara, alla til eins árs.
 6. Kosning þriggja manna kjörnefndar
 7. Undir þessum lið verða fluttar þrjár kynninga.
 8. Reglur um framleigu búsetuíbúða Búmanna. Kristinn Bjarnason, lögmaður Búmanna
 9. Stefnumótun félagsins. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands
 10. Úttekt á rekstri félagsins. Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi.
 11. Önnur mál