Tilboðsferlið
Öllum sem orðnir eru 50 ára eða eldri er heimilt að bjóða í búseturéttinn. Tilboðsblað er hægt að nálgast á heimasíðu Búmanna eða á skrifstofu. Félagsmenn í Búmönnum hafa forgang við kaup á búseturétti.
Verði tveir eða fleiri félagsmenn með jafnhátt tilboð hefur sá félagsmaður forgang sem hefur lægsta félagsnúmer. Ef utan að komandi aðili hefur gert hæsta tilboð í búseturéttinn og aðrir félagsmenn hafa gert lægra tilboð er þeim félagsmanni sem lægst hefur félagsnúmer boðið að ganga inn í hæsta tilboð.
Vilji hann það ekki og aðrir félagsmenn sem boðið hafa í búseturéttin vilja það ekki heldur gildir tilboð utanfélagsaðilans. En til þess að hann geti keypt búseturéttin verður hann að greiða inntökugjald í Búmenn og fá félagsnúmer. Allir búseturéttarhafar eiga að vera félagsmenn í Búmönnum með ákveðið félagsnúmer.