Búseturéttur og mánaðargjöld

Hvað er búseturéttur?

Búseturéttur er ótímabundinn afnotaréttur félagsmanns í Búmönnum af búsetuíbúð. Búseturétturinn stofnast við greiðslu búseturéttrgjalds og gerð búsetusamnings og honum er viðhaldið með greiðslu búsetugjalds.

Hvað er búsetugjald?

Búsetugjald er það gjald sem búseturéttarhafi greiðir mánaðarlega til Búmanna vegna rekstrar, – viðhalds, – og fjármagnskostnaðar. Í búsetugjaldi skulu felast greiðslur vegna eftirfarandi;

  1. Afborganir af lánum og fjármagnskostnaður
  2. Greiðsla í viðhaldssjóð
  3. Tryggingariðgjald, þar á meðal lögbundin brunatrygging og fasteignatrygging
  4. Þjónustugjald
  5. Fasteignagjöld
  6. Framlag í hússjóð búsetufélags í þeim tilvikum sem við á