Tryggingar

Búmenn hsf., tryggja hjá Tryggingarmiðstöðinni.

Þangað er hægt að leita ef þið teljið ykkur verða fyrir tjóni sem TM á að bæta. Best er að hafa samband við formann þess búsetufélags sem þið eru aðilar að og síðan yrði leitað til TM í framhaldi af því og í samráði við formanninn.

Hægt er að hafa samband við TM ef þið teljið ástæðu til. Síminn er 515 2000 og neyðarsími er 8006700

Eftirfarandi skýringar eru hér fyrir neðan á því á hverju tryggingar Búmanna hjá Tryggingarmiðastöðinni taka á fyrst og fremst.

Húseigendatrygging

Húseigendatrygging er samsett tryggingarvernd tíu tryggingarþátta og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni sjálfri annarra en brunatjóna.

Húseigendatrygging veitir þannig víðtæka og nauðsynlega vernd gegn tjónum á húseignum ásamt því að hún innifelur ábyrgðartryggingu fyrir húseigenda. Ábyrgðartryggingin tryggir eiganda gegn þeirri skaðabótaskyldu sem fallið getur á hann sem eiganda húseignar eða húshluta.

Vátryggingarfjárhæðin miðast við brunabótamat húseignarinnar.

Húseigendatryggingu TM innifelur eftirfarandi tryggingarvernd:

  • Vatnstjónstrygging
  • Glertrygging
  • Foktrygging
  • Húsaleigutrygging
  • Innbrotstrygging
  • Sótfallstrygging
  • Skýfalls- og asahlákutrygging
  • Frostsprungutrygging
  • Brots- og hrunstrygging
  • Ábyrgðartrygging húseiganda