Á þessari síðu má nálgast upplýsingar um hvers eðlis húsnæðissamvinnufélagið Búmenn er. Um tilboðsferli við gerð tilboðs í búseturétt í eign hjá Búmönnum og nálgast tilboðseyðublað.
Upplýsingar eru gefnar um búseturéttinn og hvað í honum felst og sundurliðun búsetugjaldsins. Greint er frá viðhaldssjóði Búmanna og tilgreint hvað er greitt úr viðhaldssjóðnum í viðhald á eignum Búmanna.
Verðskrá Búmanna er birt og sýnir gjald fyrir sölu á búseturétti, inntökugjald, félagsgjald og skoðunargjald fyrir skoðun á eignum Búmanna. Síðast en ekki síst er ýmsum spurningum svarað sem félagsmenn hafa spurt um í gegnum tíðina.
Má þar nefna erfðarétt búseturéttar, uppsögn á búseturétti, um framleigu á búseturétti. Þið skuluð endilega nýta ykkur þann möguleika að senda Búmönnum póst um það sem þið viljið fá vitneskju um og því mun verða svarað eins fljótt og verða má.