Hef ég möguleika á íbúð án tillits til núverandi búsetu minnar?

Félagssvæðið nær til landsins alls og hefur félagið þegar byggt íbúðir í 13 sveitarfélögum. Félagið er opið öllum, bæði einstaklingum og samtökum. Sérstakt félagsnúmer veitir félagsmanni (búmanni sem orðinn er 50 ára), rétt til kaupa á búmannaíbúð hvar sem er á landinu. Þeir sem búa í íbúð Búmanna í viðkomandi búsetufélagi hafa þó forgang um þær íbúðir sem losna í búsetufélaginu umfram aðra félagsmenn.