Tryggingar
Búmenn gengu til samninga við tryggingafélagið Sjóva til næstu þriggja ára frá og með 1. Janúar 2021.
Þangað getið þið leitað ef þið teljið ykkur verða fyrir tjóni sem Sjóvá á að bæta.
Síminn hjá Sjóvá er 440 2000 en utan vinnutíma er neyðarsími 800 7112. Ef ykkur vantar upplýsingar um hvort að þið eigið að leita til Sjóvá en eruð ekki viss er best að hafa samband við framkvæmdastjóra Búmanna eða umsjónarmann fasteigna í síma 552 5644 á vinnutíma en utan vinnutíma í netföngin [email protected] eða [email protected]
Brunatrygging. Bætir tjón vegna laus elds
Húseigendatrygging. Tryggingin er samsett tryggingavernd nokkurra tryggingaþátta og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni sjálfri annarra en brunatjóna. Vátryggingaupphæð miðast við brunabótamat húseignarinnar. Tryggingin innifelur eftirfarandi tryggingavernd. Vatnstjónstryggingu, glertryggingu, foktryggingu, húsaleigutryggingu, innbrotstryggingu, sótfallstryggingu, skýfalls- og asahlákutryggingu, frostsprungutryggingu, brots – og hrunstryggingu og ábyrgðartryggingu húseiganda.
Mælt er með að búseturétthafar taki heimilistryggingu sem taka á tjónum innan íbúðar.